Sérhæfð stjórnenda- og mannauðs­ráðgjöf

Rögn byggir á áratuga reynslu af stefnumótun, stjórnun, rekstri og mannauðsmálum. Lögð er áhersla á skilvirkni, árangur, fagmennsku og gagnkvæmt traust.

Við trúum því að sveigjanleiki og opin samskipti tryggi hámarks ávinning samstarfsaðila.

Þjónusta

  • Greiningar á stöðu mannauðsmála innan fyrirtækja og stofnana og tillögur til úrbóta.
  • Innleiðingaráætlanir í kjölfar stefnumótunar með áherslu á farsælan framgang stefnu.
  • Mælingar á viðhorfum starfsmanna og viðskiptavina.
  • Mannauðsstjóri, fyrir minni sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem þurfa aukinn stuðning til þess að sinna mannauðsmálum eða veita stjórnendum aukin stuðning.
  • Ráðgjöf við innleiðingu á vinnutímastyttingu með það að markmiði að stytta vinnutímann til hagsbóta fyrir starfsmenn og vinnuveitendur.
  • Ráðgjöf við innleiðingu breytinga með það að markmiði að ná fram ávinningi.
  • Ráðgjöf við samninga- og kjaramál er lúta að réttindum og skyldum starfsmanna, innan fyrirtækja og hjá hinu opinbera.
  • Ráðgjöf við umbótastarf t.d. í kjölfar sameininga, vinnustaðargreininga eða annars konar úttekta.
  • Ráðgjöf við úrlausn erfiðra starfsmannamála, svo sem samskiptavanda á vinnustað, ólíkrar sýnar á viðfangsefni og skorts á tilgangi.
  • Ráðningar, uppsagnir, innleiðing skipulagsbreytinga og stuðningur í kjölfar þeirra.
  • Stefnumótun fyrirtækja og stofnana með áherslu á þátttöku allra hagsmunaaðila.
  • Stjórnendaþróun með það að markmiði að efla stjórnendur í starfi, veita þeim ráðgjöf og stuðning við dagleg störf og leggja til leiðir til að efla þekkingu og færni.
  • Uppbygging og viðhald jafnlaunakerfa með það að markmiði að öðlast eða viðhalda jafnlaunavottun.
  • Fræðslustjóri að láni

Um okkur

Ragnheiður Agnarsdóttir

Ragnheiður hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, stjórnun, rekstri, samskipta- og mannauðsmálum. Frá árinu 2016 hefur hún, undir merkjum Heilsufélagsins, unnið að ýmsum verkefnum, m.a. hagkvæmri styttingu vinnutíma, skipulagsbreytingum sem draga úr álagi á stjórnendur og leiðum til að lækka kostnað vegna fjarvista starfsmanna.

Ragnheiður var framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskipta hjá Tryggingamiðstöðinni á árunum 2006-2016. Áður vann hún sem stjórnendaráðgjafi með tugum fyrirtækja og stofnana á vegum PWC/IBM/ParX og öðlaðist innsýn í marga ólíka geira atvinnulífs og stjórnsýslu.

Ragnheiður er með MA-gráðu í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands.

892 7965

Ragnhildur Ragnarsdóttir

Ragnhildur starfaði sem mannauðsstjóri hjá Tali og Og Vodafone 2000 – 2005 og hjá TM 2005 – 2017. Hún hefur því yfirgripsmikla þekkingu á og haldbæra reynslu af mannauðsmálum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar falla undir, meðal annars stefnumótun, mannauðsferlum, ráðningum og þjálfun starfsfólks, frammistöðusamtölum, úrbótaverkefnum, breytingastjórnun, vinnuvernd, stjórnendaráðgjöf, upplýsingamiðlun og kjaramálum. Frá 2017 hefur hún byggt upp og rekið eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu með öllu sem því fylgir.

Ragnhildur er með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands og MPM-gráðu frá verkfræðideild HÍ. Lokaverkefni hennar í MPM náminu var rannsókn á því hvaða þætti þyrfti helst að bæta við ráðningar í störf hjá hinu opinbera.

696 6004

Hafðu samband

Sendu okkur línu á netfangið rognradgjof@rognradgjof.is eða hringdu í okkur í síma 892 7965 / 696 6004.

Fréttir og greinar

Minnkum líkur á álagstengdum vandamálum!

Mikil vakning og umræða hefur verið að undanförnu um áhrif mikils andlegs og líkamlegs álags sem nútímalíf getur haft...

Ert þú góður stjórnandi?

Í stjórnunarkenningum er því jafnan haldið fram að tengsl séu milli starfsánægju og framleiðni starfsfólks. Þeir sem...

Er stytting vinnuvikunnar góð hugmynd?

Ef nefna ætti nokkrar þjóðhagslegar ástæður fyrir því að stytta vinnutíma fólks á Íslandi almennt, þá eru þær helst...

Ert þú góður stjórnandi?

Í stjórnunarkenningum er því jafnan haldið fram að tengsl séu milli starfsánægju og framleiðni starfsfólks. Þeir sem...

Er stytting vinnuvikunnar góð hugmynd?

Ef nefna ætti nokkrar þjóðhagslegar ástæður fyrir því að stytta vinnutíma fólks á Íslandi almennt, þá eru þær helst...

Er stytting vinnuvikunnar góð hugmynd?

Ef nefna ætti nokkrar þjóðhagslegar ástæður fyrir því að stytta vinnutíma fólks á Íslandi almennt, þá eru þær helst...